Opnun Leikskólans í Stykkishólmi á milli jóla og nýárs 2020.

Stykkishólmsbær vill skapa fjölskylduvænna samfélag með frekari tækifærum til jákvæðrar samveru foreldra og barna yfir jólahátíðina sem og starfsfólks leikskólans með fjölskyldum sínum. Því vill Stykkishólmsbær bjóða foreldrum leikskólabarna afslátt af leikskólagjöldum í desember.

Afslátturinn felst í því að lækka gjöldin sem nemur þremur dögum 28.-30. desember fyrir þá sem ekki nýta sína dvalartíma. Leikskólinn verður því opinn með lágmarksstarfsemi.

Foreldrar sem þurfa leikskóladvöl fyrir börn sín þessa daga verða að sækja um það sérstaklega fyrir 10. desember með tölvupósti á leikskoli@stykkisholmur.is. Innheimt verður sérstaklega fyrir þá daga með janúargjöldunum.

Ef umsókn berst ekki er gert ráð fyrir að barnið verði í jólafríi frá jólum og fram til 4. janúar.

Skilyrði fyrir opnun milli jóla og nýárs er að a.m.k. 5 börn muni nýta opnunina.