Saga um smá ferðalag

Áður en við fórum af stað þá fórum við í vesti. Þegar við lögðum af stað leiddumst við í hendur og fórum í röð. Við fórum af stað og þá kom Arnar labbandi svo við biðum eftir honum. Við sáum hús sem var í gamla daga. Við fórum rétt hjá húsinu hennar Ylfu. Við sáum risastórt skip í Skipavík þar sem pabbi hans Guðmundar Leós er að vinna og stóru, stóru gröfuna hans Dóra. Við löbbuðum þar sem voru gamlar rústir og þar var stigi og við lékum okkur þar. Við fundum prik úr gömlum hvönnum og teiknuðum með þeim í snjóinn. Norbert fann risa stóran klaka og borðaði hann allan. Við vorum að reyna að henda snjókúlum í sjóinn. Arnar sagði okkur sögu um djúpa holu sem var þarna. Við ætlum að kíkja á hana aftur þegar snjórinn er farinn. En sagan hans Arnars var svona ,, Það var brú og vatn í holunni. Það þurfti að labba yfir brúnna, hún var mjög mjó. Það voru hákarlar undir brúnni og ef maður datt ofan í myndu þeir éta mann.? Eins gott að við vorum ekki til í gamla daga. Endir