Samstarfsverkefni leik- grunn- og tónlistarskóla

Á síðasta skólaári sótti Grunnskólinn í Stykkishólmi í samvinnu við leikskólann og tónlistarskólann um styrki til Sprotasjóðs varðandi verkefni á skólaárinu 2019-2020. Sótt var um styrki vegna fjögurra verkefna og fengust styrkir í þrjú þeirra. Leikskólinn er samstarfsaðili í tveimur verkefnanna og nú fer sú vinna að hefjast. Það eru árgangar 2014 og 2015 sem taka þátt, í sitt hvoru verkefninu.
Árgangur 2014, þ.e. elstu nemendur leikskólans taka þátt í verkefni sem kallast ,,Sköpun ? svo hver nemandi geti notið sín?. Verkefnastjóri er Kristbjörg Hermannsdóttir, grunnskólakennari. Verkefnið verður unnið á föstudögum fram í lok október og skiptist í tvö þemu. Fyrra verkefnið kallast ,,Haustvindar? og miðar að því að nýta náttúruna og efnivið sem í henni finnst til sköpunar. Byrjað verður á vettfangsferð n.k. föstudag og næstu þrjá föstudaga á eftir verður unnið í grunnskólanum frá kl. 11:10 ? 12:30 og endað á því að fá hádegismat með grunnskólabörnunum áður en haldið verður aftur í leikskólann. Seinna verkefnið í Sköpun í haust verður tengt sögupersónunni Maxímús Músikús og þar bætist tónlistarskólinn í hópinn. Það verður einnig unnið í grunnskólanum á sömu tímum á föstudögum og endar með sýningum á ,,Maxímús deginum? þann 23. október n.k. Þetta verður nánar auglýst síðar. Með vorinu bætist svo líklega við þriðja samstarfsverkefnið í Sköpun, ,,Vorboðinn ljúfi?. Hópstjórar barnanna munu koma að verkefninu með þeim.
Árgangur 2015 tekur þátt í verkefninu ,,Jávæð menntun?. Verkefnastjóri í því er Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir, grunnskólakennari. Ragnheiður Harpa mun koma fyrstu þrjá þriðjudagana í september í leikskólann og leiða börnin áfram í tímum í slökun og hugleiðslu í litlum hópum. Tímarnir hefjast kl. 10:30 og verður hver hópur í ca. 15 mínútur. Hópstjórar barnanna verða með í tímum og ná vonandi að tileinka sér þá tækni sem Ragnheiður Harpa leggur þarna upp með, til að halda áfram með verkefnið. Ragnheiður Harpa mun einnig kynna viðfangsefnið fyrir starfsmönnum leikskólans.