Skipulagsdagur

Föstudaginn 8. október vorum við á sameiginlegum skipulagsdegi með leikskólum á Snæfellssnesi.

Dr. Guðrún Alda Harðardóttir, leikskólakennari var með fyrirlestur um frjálsa leikinn og hlutverk okkar fullorðnu í leiknum. Þetta var mjög góður og velheppnaður dagur og gott að fá upprifjun á mikilvægi frjálsa leiksins, lýðræði í leikskólastarfi og mikilvægi samræðunnar í leikskólanum.

Næsti skipulagsdagur verður Þriðjudaginn 2. nóvember frá kl 12:00. Þá ætlum við að halda góða starfsmanna- deildarfundi þar sem farið verður yfir ýmis skipulagsmál og annað sem viðkemur leikskólastarfi.

Foreldraviðtölum er að mestu lokið og Ellý hefur lokið Hljóm-2 prófum þetta haustið. Við erum mjög ánægð með útkomuna úr Hljóm-2 en það eru einu skipulögðu matstækin sem við notum í leikskólanum og þá aðeins með fullu samþykkir foreldrar.

Útikennslan fer vel af stað og sama má segja um annað starf í leikskólanum, allstaðar er unnið af kappi í ýmsum verkefnum og húsið vel nýtt enda hafa ekki verið svona mörg börn í leikskólanum lengi en um áramótin verða þau orðin 87 talsins. 

Við fögnum því hversu vel gengur með að klára fjórðu deildina og við fylgjumst öll spennt með vinnumönnum að störfum.