Á skipulagsdaginn skiptun við okkur í tvo hópa vegna samkomutakmarkana og var hluti kennara á skyndihjálparnámskeiði hjá Einari Strand en við höfum námskeið í skyndihjálp annað hvert ár. Á meðan vann hinn hluti kennara að innra mati leikskólans en við erum að byrja feril sem reiknað er með að taki nokkurn tíma og allir kennarar komi að þeirri vinnu. Leikskólaráðgjafinn okkar Ingibjörg E. Jónsdóttir hefur yfirumjón með þessu verkefni. Við vorum einnig með stuttan starfsmannafund og deildarfundi.
Á þessum myndum sést vel hvað okkur finnst Einar Strand fyndinnÚtikennslan er í fullum gangi og hér eru nokkrar snjómyndir síðan í gær. (10.02) Undibúningur fyrir öskudag er á fullum krafti og alls kyns furðuverur að verða tilbúnar, við hlökkum til....
Svo minnum við á að skilja ekki bílana í gangi og ekki að leggja að óþörfu í stæði fyrir fatlaða hér fyrir utan leikskólann.