Slökkviliðið sló í gegn

Slökkviliðsmenn komu í heimsókn í leikskólann í dag á slökkvibílnum og vöktu mikla lukku hjá krökkunum. Þakka nemendur og kennarar kærlega fyrir þessa vel heppnuðu heimsókn sem mjög vel var staðið að hjá þeim félögum. Byrjað var í salnum þar sem börnin fengu að fylgjast með mönnunum klæða sig í búningana og setja á sig allar græjur, og vöktu grímurnar, hjálmarnir og talstöðvarnar mikla athygli. Það kom smá skjálfti í yngstu börnin og voru þau ekki alveg viss hvort þau ættu að vera hrædd við þessa menn í búningunum en þau stóðu sig vel. Það hjálpaði eflaust til að þetta voru kunnugleg andlit enda feður nokkurra barnanna og eiginmaður eins kennara á ferð. Svo var auðvitað haldið út til að skoða slökkvibílinn.