Snjókarladagur

Snjórinn sem féll í miklu magni til jarðar hér í gær var vel nýttur í dag. Hópur fór að venju í skóginn og naut þess að vera í gjörbreyttu landslagi þar að leik og á leikskólalóðinni urðu til tröllvaxnir snjókarlar sem eftir var tekið. Eins gott að nota snjóinn vel því það er aldrei að vita hvað hann stoppar lengi við.