Mánudaginn 19. janúar fengum við til okkar Kristjönu Skúladóttur leikkonu frá Sögustund.is með sýningu. Sýningin var í boði foreldrafélagsins og var afar skemmtileg og náði vel til barnanna sem hljógu mikið og vel af sögunum af þeim Rakel og Rúsínu og Jófríði nágranna þeirra og tröllastráknum Grjótfinni Drullmundarsyni og ævintýrum þeirra. Við þökkum foreldrafélaginu vel fyrir.
