Starfið í leikskólanum ef af verkfalli SDS fólks verður

Mánudaginn 9. mars verður ½ starfsdagur í leikskólanum, leikskólinn lokar kl 12 og börnin fá ekki hádegismat hér.
Ef að kemur til verkfalls BSRB, þá stendur það mánudag 9. mars og þriðjudag 10. mars. Þá verða bæði Vík og Bakki lokaðar þar sem deildarstjórar þeirra deilda eru í SDS sem er aðildarfélag innan BSRB.
Á Nesi og Ási verður opið að hluta til og helmingur barnanna í einu, einungis er hægt að bjóða 4 tíma í einu fyrir hvert barn.
Sendur hefur verið tölvupóstur til viðkomandi foreldra með nafnalista, skipt var eftir stafrófsröð og tekið tillit til systkina.
Eldhúsið er alveg lokað en boðið verður upp á ávaxtatíma svo gott er ef börnin verða nýbúin að borða þegar þau mæta í leikskólann.
Næstu verkfallsdagar eru svo fyrirhugaðir 17. og 18. mars ef ekki verður búið að semja.
Vinsamlegast fylgist vel með fréttum og við komum upplýsingum frá okkur í tölvupósti þegar þær berast.