Starfsmannabreytingar

Í síðustu viku hóf Guðbjörg Halldórsdóttir störf á Ási. Guðbjörg (Gugga) hefur reynslu af leikskólakennslu úr Leikskólanum Andabæ á Hvanneyri og hún hefur einnig starfað með unglingum í félagsmiðstöðvum. Við bjóðum hana velkomna til okkar.
Sigrún leikskólastjóri er farin í námsleyfi í eitt ár og tók Elísabet Lára (Ellý) við leikskólastjórn 1. september s.l. og þá um leið tók Berglind Ósk við stöðu aðstoðarleikskólastjóra og umsjón með sérkennslu.