Blíðskaparveður var þegar nemendur og starfsmenn leikskólans gerðu sér glaðan dag og héldu sumarhátíð og hjóladag. Lóðin var skreytt og ýmiskonar verkefni í boði út um alla lóð, sápukúlur, fótbolti, boltakast, krítar, andlitsmálning og flaggað var í tilefni dagsins. Bílastæðinu var lokað og voru eldri börnin þar á hjólunum sínum en þau yngri notuðu hjólahringinn inni á lóðinni. Við fengum lögreglumenn í heimsókn sem skoðuðu hjólin og gáfu krökkunum skoðunar-límmiða til að setja á þau. Grillað var í hádeginu og svo fengu börnin ís og ávexti í síðdegishressingunni. Það er langt síðan að við höfum fengið svona hlýtt og gott veður á sumahátíðinni okkar. Myndir eru komnar inn á heimasíðuna.