Föstudaginn 14. júní var sumarhátíðin okkar og hjóladagur. Við vorum með leiki í garðinum og máluðum þau börn sem það vildu. Lögreglan kom um kl 10:30 og fór yfir hjólin og hjálmana hjá þeim sem áttu hjól og settu límmiða á hjólin.
Útbúin var hjólabraut á bílastæði leikskólans og var lokað með hliðum og keilum frá kl 10:00 um morguninn og fram að hádegi. Hjólabrautin var hugsuð fyrir Ás og Nes, yngri börnin voru fyrir innan girðingu á hjólunum sínum. Ýmislegt var til skemmtunar á lóðinni auk hjólanna s.s. fótbolti, körfubolti, málningartrönur, húllahringir, fílafætur og sápukúlur. Í hádeginum voru grillaðar pylsur sem runnu vel niður. Veðrið var kyrrt og þurrt og þokkalegur hiti sem jókst svo þegar sólin lét sjá sig rétt fyrir hádegið. Góður dagur sem heppnaðist mjög vel.
Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni.