Tilkynning frá Stykkishólmsbæ vegna skerðingar á skólastarfi vegna farsóttar (COVID-19).

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald kunni að skerðast næstu fjórar vikur.
Bæjar- og skólayfirvöld í Stykkishólmi vinna nú að skipulagningu skólastarfsins m.v. þessar fordæmalausu aðstæður. Ákveðið hefur verið, miðað við óbreytt ástand á mánudagsmorgun, að grunnskólinn og Regnbogaland verði lokað mánudaginn 16. mars vegna skipulagsdags allan daginn en leikskólinn mun opna kl. 10:00. Tónlistarskólinn verður opinn en nemendum bent á að koma einir í tíma og yfirgefa skólann strax að tíma loknum.
Fylgist vel með tölvupóstum og öðrum tilkynningum því hlutirnir breytast hratt þessa dagana.