Umsóknir um leikskólavist og breytingar á vistunartíma.

Samkvæmt innritunarreglum Leikskólans í Stykkishólmi þarf umsókn um leikskólavist að liggja fyrir í síðasta lagi 1. maí ef óskað er eftir leikskóladvöl að hausti það sama ár. Sækja skal um á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í leikskólanum og á íbúagátt á heimasíðu Stykkishólmsbæjar, stykkisholmur.is.
Öllum foreldrum/forráðamönnum er heimilt að sækja um leikskólavist óháð lögheimili en leikskólavist er ekki úthlutað nema staðfest sé að barnið eigi lögheimili í Stykkishólmi eða Helgafellssveit.
Ef biðlisti myndast er leikskólavist úthlutað eftir aldri barns og eldri börn fá vistun á undan sér yngri. Þegar kemur að vali milli barna sem fædd eru á sama ári og hafa náð tilskyldum aldri, gildir aldur umsókna. Aðlögun fer að mesta leyti fram í júní, ágúst og september. Eftir að hefðbundnum aðlögunartíma lýkur eru aðrir aðlögunartímar skoðaðir sérstaklega ef og þegar það eru laus leikskólapláss.
Foreldrar eru hvattir til þess að sækja tímanlega um leikskólapláss og einnig ef þeir sjá fram á breytingar á þeim vistunartímum sem börn þeirra eru nú með.