Útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi

Árgangur 2017 og Aðalheiður deildarstjóri á Ási.
Árgangur 2017 og Aðalheiður deildarstjóri á Ási.

Miðvikudaginn 31. maí fór fram formleg útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi en það eru 20 nemendur sem flytja sig yfir á næsta skólastig í haust. Börnin voru búin að undirbúa dagskrá sem þau fluttu í tilefni dagsins og eftir það fengu þau afhent útskriftarskjal og birkihríslu frá leikskólanum og fulltrúar Grunnskólans í Stykkishólmi sem voru viðstaddir afhentu þeim viðurkenningu fyrir vorskólann sem var fyrr í maí. Við þökkum árgangi 2017 og fjölskyldum þeirra fyrir ánægjuleg ár og samstarf síðustu ára og óskum þeim góðs gengis í grunnskólanum.