Útskriftarferð á Gráukúlu

Árgangur 2018 fór í útskriftarferð á Gráukúlu s.l. fimmtudag ásamt fjölda aðstandenda en fleiri fullorðnir en börn gengu á fjallið. Vel viðraði og fóru allir upp á eldfjallið og kíktu ofan í gíginn, sumum fannst nóg um. Við enduðum svo niðri á Hraunflöt þar sem var grillað og farið í leiki. Foreldrum og öðrum aðstandendum sem tóku þátt í ferðinni er þakkað kærlega fyrir aðstoðina. Þetta væri ekki hægt nema með þeirra aðstoð.