Útskriftarnemendur með gjöf til leikskólans

Í morgun komu fulltrúar útskriftarnemenda leikskólans ásamt mæðrum sínum með gjafir til bæði starfsmanna og nemenda leikskólans. Tilefnið var að þessa dagana eru þau að kveðja leikskólann sinn og færast yfir á næsta skólastig. Þau komu með dýrindis kökur á kaffistofuna og færðu starfsmönnunum nuddtæki sem strax var tekið í notkun og börnunum segulkubba.

Starfsfólk leikskólans vill þakka foreldrum og forráðamönnum elstu nemenda skólans innilega fyrir þessa hugulsemi og góða hugsun í okkar garð og þökkum fyrir samstarfið og samveru síðustu árin.