Viltu vinna í Leikskólanum í Stykkishólmi

Lausar eru til umsóknar stöður leikskólakennara við Leikskólann í Stykkishólmi frá 12. ágúst 2019.

Gerð er krafa um:
Leikskólakennaramenntun
Góða tölvu- og íslensku kunnáttu
Færni í samskiptum
Metnað fyrir leikskólakennslu

Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og viðeigandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um störfin gefur Elísabet Lára Björgvinsdóttir leikskólastjóri í síma 433 8128/898 5855 eða á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í leikskólanum, á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á vef bæjarins www.stykkisholmur.is á íbúagáttinni.
Umsóknarfrestur er til 20. júní 2019.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Stykkishólmsbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.