Vinátta- eineltisverkefni Barnaheilla

Þessa dagana erum við í Leikskólanum í Stykkishólmi að innleiða Vináttu - verkefni Barnaheilla ? Save the Children á Íslandi í starf leikskólans. Um er að ræða forvarnarverkefni gegn einelti fyrir börn á aldrinum 3- 6 ára. Efninu fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar auk hjálparbangsa fyrir hvert það barn sem mun vinna með verkefnið. Það eru börnin á Ási og Nesi sem munu byrja með Vináttu-verkefnið en von er á útgáfu fyrir yngri börnin á næsta ári. Efnið er upphaflega upprunnið frá Ástralíu og fengum við starfsmann frá Póstinum til að koma með sendinguna til okkar í söngstund í morgun.