Vorskólinn

Elstu nemendur leikskólans tóku þátt í vorskóla í grunnskólanum fyrstu þrjá daga vikunnar. Lögðu þau af stað frá leikskólanum eftir hádegismatinn og fengu smjörþefinn af því sem bíður þeirra næsta haust. Farið var í textíl, smíði, sund, íþróttir og fleira, og svo er nestið alltaf spennandi. Það voru allir kátir og glaðir í lok vorskólans og tilhlökkun fyrir haustinu. Á meðfylgjandi mynd eru krakkarnir að leggja af stað frá leikskólanum síðasta daginn.