Aðalfundur foreldrafélags leikskólans var haldinn í sal leikskólans þriðjudaginn 24. september kl. 20:00. Stjórnin gaf öll kost á sér aftur til stjórnar næsta skólaár. Auk þess var kosið í foreldraráð.
Meginmarkmið Farsældarlaganna er að börn og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni. Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Foreldrar og börn í Stykkishóli hafa aðgang að tengilið í leikskóla sveitarfélagsins.
Virðing-gleði-kærleikur
Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa 100% stöðu leikskólakennara.
Staðan er laus 1. október eða fyrr.
Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla og menntun af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg og viðkomandi þarf að geta unnið undir miklu álagi.
Betri vinnutími hefur verið innleiddur að fullu í leikskólanum.
Athugið að starfið hentar öllum kynjum eldri en 18 ára.
Allar nánari upplýsingar gefa Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri og Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is og í síma 4338128 og 8664535.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á íbúagáttinni á vef bæjarins www.stykkisholmur.is
Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2024.
Öllum umsóknum verður svarað.