Frontpage

Virðing - Gleði - kærleikur       Covid-19 upplýsingar

                                                                                                                                                

Sumarhátíð og hjóladagur í leikskólanum

Sumarhátíð leikskólans var haldin 19. júní s.l. og um leið hjóladagur. Lóðin var skreytt í tilefni dagsins og veðrið var alveg eins og við höfðum pantað. Bílastæðunum var lokað og þar voru eldri börnin með hjólin sín en þau yngri sem voru á þríhjólum og litlum jafnvægishjólum hjóluðu inni á lóðinni. Búið var að bóka lögguna til okkar í hjóla og hjálmaskoðun og biðu allir spenntir eftir því að fá skoðunarmiða á hjólin sín. ... lesa meira


Lausar stöður í leikskólanum - umsóknarfrestur til 30. júní 2020

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa stöðu leikskólakennara frá og með 10. ágúst 2020. Um er að ræða 100% stöðu. Gerð er krafa um góða tölvu- og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Einnig er laus til umsóknar 70 % staða í ræstingum frá 1. september 2020. Vinnutími er frá kl. 11:30-17:00. Einhver íslenskukunnátta er nauðsynleg. Athugið að störfin henta bæði körlum og konum.... lesa meira

The control has thrown an exception.