Frontpage

Virðing - Gleði - Kærleikur

Dagur leikskólans 6. febrúar

Við héldum upp á Dag leikskólans 6. febrúar. Fyrir hádegi teiknuðu nemendur á Ási og Nesi myndir sem þau færðu næstu nágrönnum okkar með kærri kveðjur frá leikskólanum. Eftir hádegi voru fjölbreytt stærðfræðitengd verkefni í flæðivalinu, en Dagur stærðfræðinnar var einmitt 1. febrúar. Við lukum deginum með opinni söngstund sem margir sáu sér fært að taka þátt í með okkur.... lesa meira


Þorrablót á bóndadaginn

Á bóndadaginn 25. janúar bjóða nemendur leikskólans þeim karlmönnum sem skipa stóran sess í lífi þeirra á ,,þorrablót”. Opið hús verður á milli kl. 15 og 16 þennan dag þar sem boðið verður upp á þorramat og leiksvæði um allt hús. Þau börn sem eru venjulega ekki í leikskólanum á þessum tíma eru auðvitað velkomin með sínum mönnum. ... lesa meiraKonudagskaffi

Í tilefni af konudeginum 24. febrúar ætlum við að bjóða þeim konum sem skipa stóran sess í lífi barnanna í konudagskaffi föstudaginn 22. febrúar. Kaffið verður á milli 15-16. Vonumst til að sjá sem flestar. ...