Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá hausti 2017

Auglýstar eru lausar stöður frá hausti 2017. Um er að ræða stöður:

  • leikskólakennara

Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg.

Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu umsækjendur með aðra reynslu og menntun koma til greina.

Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum.

Umsóknarfrestur er til 11. ágúst 2017. Öllum umsóknum verður svarað.

Allar nánari upplýsingar gefa Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri og Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á netfanginu stykkisholmur@stykkisholmur.is

Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á vef bæjarins www.stykkisholmur.is