Fréttir

Opnun leikskólans - starfsdagur

Starfsdagur verður mánudaginn 20. ágúst en þá verða allir starfsmenn m.a. á skyndihjálparnámskeiði auk þess sem tími gefst til skipulagningar á skólastarfinu. Eftir það hefjast aðlaganir nýrra nemenda á yngri deildirnar Vík og Bakka. Fyrstu dagarnir eftir sumarlokun leikskólans hafa farið í aðlaganir og færslu nemenda á milli deilda og aðlaganir nýrra nemenda á eldri deildirnar Nes og Ás. Tölvupóstkerfið hefur verið í ólagi og því ekki sendur út tölvupóstur en hægt er að fylgjast með á skóladagatalinu og tilkynningum á Karellen og heimsíðunni. Nýr starfsmaður hefur hafið störf á Nesi, Særós Lilja Tordenskjöld Bergsveinsdóttir og í næstu viku byrjar Ísól Lilja Róbertsdóttir á Ási. Aðalheiður hefur nú tekið við sem deildarstjóri á Ási af Sigrúnu Önnu sem hefur hætt störfum. Við bjóðum nýja starfsmenn og nemendur velkomna.