Fréttir

Jólakveðja frá Leikskólanum í Stykkishólmi

Jólakveðja frá Leikskólanum í Stykkishólmi. Myndin er tekin af börnunum í hinum árlega helgileik í leikskólanum sem löng hefð er fyrir.

Fyrsta vika aðventu í leikskólanum

Í þessari fyrstu viku í aðventu verður nóg um að vera í leikskólanum. Eins og áður hefur verið auglýst er jólaföndur foreldrafélagsins þessa vikuna, auk kirkjuferðarinnar, jólaskólastundar og tónleika Litlu lúðró í leikskólanum, svo eitthvað sé nefnt. Athugið að jólaföndur á Nesi er miðvikudaginn 6. desember en ekki fimmtudaginn 7. desember eins og ranglega birtist í atburðadagatali Stykkishólms

Dagur íslenskrar tungu

Í dag höldum við upp á Dag íslenskrar tungu. Í tilefni dagsins komu krakkarnir í 5. og 6. bekk í leikskólann ásamt kennurum sínum og lásu fyrir leikskólabörnin öllum til gagns og gamans.

Pólski þjóðhátíðardagurinn í leikskólanum

Síðast liðinn föstudag héldum við upp á þjóðhátíðardag Póllands með hátíð í leikskólanum. Í hádeginu var gúllas með pólsku ívafi og með því voru pólskar kartöflubollur (kluski slaskie). Klukkan tvö hófst hátíðin formlega með söngstund þar sem sungin voru lög bæði á pólsku og íslensku.

Þjóðhátíðardagur Póllands 11. nóvember

Í dag höldum við upp á þjóðhátíðardag Póllands í leikskólanum. í hádegismat var gúllas með pólsku ívafi og pólskur kartöfluréttur með. Klukkan tvö hefst svo formleg dagskrá með söngstund og pólskar fjölskyldur bjóða upp á kaffihlaðborð. Börnin hafa verið að undirbúa daginn með því að búa til bæði íslenska og pólska fána, pólski fáninn blaktir við hún í blíðunni og mjög margir eru klæddir rauðu og hvítu. Við höfum sérstaklega boðið öllum pólskættuðum börnum og fjölskyldum þeirra til okkar í dag og þökkum þeim kærlega fyrir hjálpina við undirbúninginn en auðvitað eru allir foreldrar velkomnir.

Heimsóknardegi frestað

Heimsóknardegi (áður ömmu og afadagur) sem vera átti 10. nóvember hefur verið frestað til 9. febrúar, nánar auglýst síðar. Föstudaginn 10. nóvember ætlum við aftur á móti að halda upp á þjóðhátíðardag Póllands sem er 11. nóvember. Nánar um það í næstu viku.

Bakki opnaði í dag

Í dag opnaði fjórða deildin við leikskólann og hefur hún fengið nafnið Bakki. Deildin er í 60 fermetra húsi á lóð leikskólans. Þar verða yngstu börn leikskólans í vetur. Strax klukkan 8 byrjuðu þar tvær stúlkur sem fluttu af Vík og kl. 9 mættu fimm börn í viðbót í aðlögun með foreldrum sínum. Von er á tveimur börnum í viðbót nú í nóvember og eftir áramótin bætist svo í hópinn þegar fleiri börn ná eins árs aldrinum. Deildarstjóri á Bakka er Bergdís Eyland Gestsdóttir og með henni þar er Sigríður Sóley Þorsteinsdóttir

Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélagsins verður á deildum eins og hér segir: Vík - mánudaginn 4. desember kl. 15 Ás - þriðjudaginn 5. desember kl. 15 Nes - miðvikudaginn 6. desember kl. 15 Bakki - fimmtudaginn 7. desember kl. 15

Stjórnir foreldrafélags og foreldraráðs

Aðalfundur foreldrafélagsins var á dögunum og þá var ný stjórn kjörin. Formaður er Jóna Gréta Guðmundsdóttir, ritari er Steinunn Alva Lárusdóttir, gjaldkeri er Dóra Lind Pálmarsdóttir og meðstjórnendur eru Georg Pétur Ólafsson og Rósa Kristín Indriðadóttir. Í foreldraráði sitja Ingunn Sif Höskuldsdóttir sem er formaður og með henni í ráðinu eru Guðrún Harpa Gunnarsdóttir og Sigrún Erla Eyjólfsdóttir.

60 ára afmæli leikskólans

Nú þegar afmælisvikan okkar er að líða viljum við minna á afmælishátíðina sem haldin verður í sal tónlistarskólans á morgun, laugardaginn 7. október og hefst dagskráin kl. 13:00. Fylgjast má með því sem er á döfinni og ýmsu öðru varðandi afmælið á facebook síðu hátíðarinnar sem heitir Leikskólinn í Stykkishólmi 60 ára og er öllum opin.