Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var 16. nóvember síðastliðinn og í tilefni af honum komu nokkrir nemendur úr grunnskólanum og lásu fyrir börnin á Nesi og Ási í litlum hópum.

Kvenfélagið Hringurinn styrkir leikskólann

Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi afhenti leikskólanum nýlega kennsluefnið Vináttu sem er eineltisverkefni Barnaheilla og við höfum áður sagt frá. Fyrir áhugasama má finna upplýsingar á síðu Barnaheilla https://www.barnaheill.is/is/forvarnir-og-fraedsla/vinatta . Það var Elísabet Lára Björgvinsdóttir leikskólastjóri sem ásamt nokkrum nemendum af Ási tók formlega á móti gjöfinni frá fulltrúa kvenfélagsins Þórhildi Pálsdóttur, en hún er formaður Barnasjóðs kvenfélagsins. Þökkum við kvenfélaginu vel fyrir velvildina í okkar garð.

Vinátta- eineltisverkefni Barnaheilla

Þessa dagana erum við í Leikskólanum í Stykkishólmi að innleiða Vináttu - verkefni Barnaheilla ? Save the Children á Íslandi í starf leikskólans. Um er að ræða forvarnarverkefni gegn einelti fyrir börn á aldrinum 3- 6 ára. Efninu fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar auk hjálparbangsa fyrir hvert það barn sem mun vinna með verkefnið. Það eru börnin á Ási og Nesi sem munu byrja með Vináttu-verkefnið en von er á útgáfu fyrir yngri börnin á næsta ári. Efnið er upphaflega upprunnið frá Ástralíu og fengum við starfsmann frá Póstinum til að koma með sendinguna til okkar í söngstund í morgun.