23.03.2017
Síðustu þrjá mánudaga hafa átt sér stað nemendaskipti á milli leikskólans og 1. bekkjar grunnskólans. Er það liður í samstarfi skólanna og ætlað að auðvelda börnunum flutninginn á milli skólastiganna.
16.03.2017
Föstudaginn 17. mars ætlum við að hafa röndóttan dag.
01.03.2017
Mikið líf og fjör hefur verið í leikskólanum í dag og mikil spenna fyrir öskudeginum. Börnin fóru í búningana sína og slógu ,,köttinn" úr tunnunni og mátti sjá allt frá ostasalati og mysingi til ninja, dreka og prinsessa af ýmsu tagi í salnum.
01.03.2017
Ný heimasíða Leikskólans í Stykkishólmi hefur nú verið opnuð í samræmi við aðrar síður stofnana og skóla bæjarins. Vonum við að síðan megi nýtast vel til upplýsingamiðlunar fyrir notendur hennar. Myndir frá deildum eru nú undir einu myndasafni en ekki þremur eins og áður.