Fréttir

Fyrirhugað verkfall þriðjudag 30. maí, miðvikudag 31. maí og fimmtudag 1. júní

Kæru foreldrar/forráðafólk. Því miður lítur allt út fyrir að það verði verkfall hjá Kjalarfólki á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku.

Rusladreki..

Börnin í Hjartahóp í leikskólanum fengu lánaðar plokkstangir í íþróttamiðstöðinni og fóru að tína rusl í nágrenni leikskólans. Þau þurrkuðu síðan ruslið og daginn eftir las kennarinn fyrir þau bókina um "rusladrekann" og í kjölfarið vildu þau búa til eitthvað úr ruslinu t.d. rusladreka eða ruslaskrímsli.