Fréttir

Laus staða leikskólakennara í Leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa stöðu frá 1. apríl 2020. Um er að ræða 100% afleysingarstöðu í eitt ár með möguleika á fastráðningu. Gerð er krafa um: ? Leikskólakennaramenntun ? Góða tölvu- og íslensku kunnáttu ? Færni í samskiptum ? Metnað fyrir leikskólakennslu Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði konum og körlum og í leikskólanum í Stykkishólmi starfa bæði konur og karlar. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og viðeigandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um störfin gefur Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri í síma 433-8128/8664535 eða á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á vef bæjarins www.stykkisholmur.is á íbúagáttinni. Umsóknarfrestur er til 12. mars n.k.

Konudagskaffi í Leikskólanum í Stykkishólmi

Föstudaginn 21. febrúar buðu nemendur leikskólans þeim konum sem skipa stóran sess í lífi þeirra í vöfflu- og kleinukaffi í tilefni konudagsins. Mjög góð mæting var og má áætla að vel yfir 300 konur (langömmur, ömmur, mæður, systur, frænkur og vinkonur) hafi mætt í leikskólann af þessu tilefni. Sett var upp kaffihús í salnum þar sem borð voru skreytt með blómavösum og blómum sem börnin höfðu útbúið. Inni á deildum voru það möppur barnanna sem vöktu mesta eftirtekt en í þær safna börnin myndverkum sínum og ýmsum verkefnaskráningum sem þau sýndu gestum sínum með stolti og gleði, auk þess sem ýmiskonar efniviður til leikja var uppivið. Við vorum mjög ánægð með daginn og þökkum fyrir frábæra þátttöku í konudagskaffinu.