15.06.2023
Umsóknir og breytingar á leikskólavistun í leikskólanum í Stykkishólmi fyrir næsta skólaár, verða að hafa borist í síðasta lagi 23. júní.
Að öðrum kosti er ekki hægt að tryggja leikskóladvöl barna. Lögheimili og kennitala eru skilyrði nema samið hafi verið um annað.
12.06.2023
Miðvikudaginn 31. maí fór fram formleg útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi en það eru 20 nemendur sem flytja sig yfir á næsta skólastig í haust. Börnin voru búin að undirbúa dagskrá sem þau fluttu í tilefni dagsins og eftir það fengu þau afhent útskriftarskjal og birkihríslu frá leikskólanum og fulltrúar Grunnskólans í Stykkishólmi sem voru viðstaddir afhentu þeim viðurkenningu fyrir vorskólann sem var fyrr í maí. Við þökkum árgangi 2017 og fjölskyldum þeirra fyrir ánægjuleg ár og samstarf síðustu ára og óskum þeim góðs gengis í grunnskólanum.
09.06.2023
Þau Ísleifur Narfi og mamma hans Þóra Magga komu færandi hendi á dögunum með gjöf sem þau færðu okkur fyrir hönd árgangs 2017. Gjöfin er tvær forritunarbjöllur sem nú þegar hafa vakið mikla lukku hjá börnunum. Við þökkum kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.