Fréttir

Afmælishátíð júní og júlíbarna

Við höldum upp á afmæli þeirra sem fæddir eru í júní og júlí föstudaginn 24. júní.

Afmælishátíð maíbarna

Við höldum upp á afmæli þeirra sem fæddir eru í maí föstudaginn 27. maí.

Útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi

Formleg útskrift árgangs 2016 miðvikudaginn 25. maí í leikskólanum kl. 17.

Laus störf í leikskólanum í Stykkishólmi

Virðing ? gleði ? kærleikur Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara frá 1. mars 2022. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum. Allar nánari upplýsingar gefa Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri og Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is og í síma 4338128 og 8664535. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á vef bæjarins www.stykkisholmur.is Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2022. Öllum umsóknum verður svarað.

Leikskólastarf hafið á nýju ári

Ekki var annað að sjá en börnin í Leikskólanum í Stykkishólmi væri fegin því að mæta aftur í leikskóla eftir jólafríið. Leikskólinn opnaði á ný eftir jólafrí nú í morgun. Endurbætur á húsnæði leikskólans eru langt komnar en gert er ráð fyrir að viðbyggingin verði tilbúin í lok febrúar. Einnig hefur risið nýr geymsluskúr á lóð leikskólans þar sem útileikföng og ýmis áhöld eru geymd. Hæðin á skúrnum hefur vakið mikla lukku á meðal barnana sem jafnan tala um blokkina, eru þar með orðnar tvær blokkir í Stykkishólmi.