31.08.2017
Nú í morgun hófust fyrstu framkvæmdir við lausa kennslustofu við leikskólann. Þar verður fjórða deild leikskólans með allra yngstu nemendunum og mun fá nafnið Bakki.
14.08.2017
Leikskólinn hefur nú opnað aftur eftir sumarleyfi. Aðlaganir á milli deilda standa yfir og eru nýjir nemendur að hefja aðlögun á öllum deildum. Bjóðum við nýja nemendur og fjölskyldur þeirra velkomnar. Nokkrar breytingar hafa orðið í kennarahópnum. Rebekka Rán, Sara Diljá, Sigurlína og Kristrún hættu störfum um sumarleyfi og Sólbjört fór í árs leyfi. Karín Rut hefur verið ráðin í stöðu deildarstjóra á Vík í eitt ár og Sigrún Anna er að taka við deildarstjórastöðu á Ási þar sem Ellý mun snúa sér meira að sérkennslu auk þess að vera áfram aðstoðarleikskólastjóri. Ólafur Ingi Bergsteinsson hóf í dag störf á Ási og Sigríður Sóley Þorsteinsdóttir byrjar á Vík 21. ágúst. Hjalti Hrafn Hafþórsson mun hefja störf í byrjun október. Þann 15. ágúst byrjar svo Rúna Ösp Unnsteinsdóttir í vinnu hér skv. örorkuvinnusamningi frá kl. 13-14. Enn hefur ekki verið fullráðið í allar stöður.
01.08.2017
Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara á hausti 2017.
Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum.
Umsóknarfrestur er til 11 ágúst 2017. Öllum umsóknum verður svarað.