Bakki tekinn í notkun
22.04.2022
Ný viðbygging leikskólans hefur verið tekin í notkun. Í fyrsta sinn nú í morgun mættu foreldrar með börnin sín á nýja Bakka. Að sögn leikskólastjóra var ekki annað að sjá en börnin væru glöð með nýtt umhverfi enda búin að fylgjast grant með framvindu byggingarinnar undanfarna mánuði.