Fréttir

Bakki tekinn í notkun

Ný viðbygging leikskólans hefur verið tekin í notkun. Í fyrsta sinn nú í morgun mættu foreldrar með börnin sín á nýja Bakka. Að sögn leikskólastjóra var ekki annað að sjá en börnin væru glöð með nýtt umhverfi enda búin að fylgjast grant með framvindu byggingarinnar undanfarna mánuði.

Lausar stöður í leikskólanum frá 8. ágúst 2022

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar eftirfarandi stöður frá 8. ágúst 2022: 100% stöðu deildarstjóra í afleysingum 100% stöðu sérkennslustjóra 100% stöður leikskólakennara Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu.