Fréttir

Maxímús í leikskólanum

Maxímús Músíkús er án efa frægasta og færasta tónlistarmús Íslands og þó víðar væri leitað, en bækurnar um hann hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra barna og hafa farið sigurför um heiminn. Maxímús ásamt Dagnýju Marinósdóttur flautuleikara og tónlistarkennara komu og heimsóttu okkur í gær í boði foreldrafélagsins. Börnin tóku vel á móti þeim og voru til mikils sóma á sýningunni.

Útskrift elstu nemenda leikskólans

Miðvikudaginn 28. maí fór fram formleg útskrift elstu nemenda leikskólans. Börnin undirbjuggu dagskrá og buðu fjölskyldum sínum á viðburðinn. Þau völdu sér tvö lög til að vinna með, þau vinsælustu þegar líða fór á veturinn, Róa með VÆB og Ég er frjáls úr sýningu Þjóðleikhússins á Frost. Allir skemmtu sér vel og sýndu börnin mjög mikla útsjónarsemi við undirbúninginn. Tuttugu börn útskrifast þetta vorið og eru þau búin að fá nasaþefinn af grunnskólanum, bæði með heimsóknum þangað í vetur og vorskóla í þrjá daga í maí eftir hádegi. Sjá má myndir frá útskriftinni og fleiru úr starfinu á myndasíðunni okkar.

Staða deildarstjóra laus til umsóknar

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa 100% stöðu deildarstjóra. Einkunarorð skólans eru: Virðing – gleði – kærleikur. Staðan deildarstjóra við Leikskólann í Stykkishólmi er laus frá 1. ágúst 2025.

Umsóknir um leikskólavistun næsta vetur

Leikskólinn í Stykkishólmi minnir á að umsóknir um leikskólavistun að hausti 2025, þurfa samkvæmt skráningar og innritunarreglum að hafa borist fyrir 1. maí. Umsóknareyðublöð má nálgast í leikskólanum og á ,,mínum síðum” á heimasíðu Sveitarfélagsins Stykkishólms. Úthlutun leikskólaplássa fer fram í maí.

Dagur leikskólans 6. febrúar 2025

Í skugga verkfallsaðgerða og kjarabaráttu minnum við á dag leikskólans. Að þessu sinni vildum við kynna fjölbreyttan hóp kennara sem starfa hér.

Jóla- og nýárskveðja leikskólans

Jóla- og nýárskveðja leikskólans