Fréttir

Í útikennslu á óvissutímum

Á þessum undarlegu tímum sem við nú upplifum hefur aldeilis komið sér vel sú ákvörðun leikskólans að hefja útikennslu og nýta þannig svæðið okkar og mannauðinn í leikskólanum. Þarna höfum við auka kennslustofa sem tveir elstu árgangar leikskólans nýta sér í smáum hópum, hver hópur einn dag í viku. Í maí síðast liðnum hófust tilraunir með þessa kennslu sem hefur verið í sífelldri þróun síðan. Þessi mynd var tekin í hádeginu í dag þegar börnin fengu matarsendinguna sína, sjóðheita íslenska kjötsúpu og svo er auðvitað vel við hæfi að fá sér heitt kakó líka. Það er skemmst frá því að segja að börnin kunna vel að meta skógarferðirnar og þá dásemdar upplifanir sem Nýræktin okkar hefur upp á að bjóða.

Skertur aðgangur að leikskólanum - áríðandi !

Leikskólinn vekur athygli á eftirfarandi: Allar heimsóknir og koma annarra en starfsmanna, foreldra/aðstandenda sem koma með og sækja börnin eru bannaðar og fleiri hömlur þar á sem foreldrar hafa fengið leiðbeiningar með. Þeir sem eiga brýnt erindi við leikskólann, s.s. þeir sem koma með aðföng, komi ekki lengra en inn í ganginn starfsmannamegin og láti vita af sér þar. Ef erindið er ekki býnt, bendum við á tölvupóstinn leikskoli@stykkisholmur.is eða símann 433-8128. Þeir sem hafa grun um að hafa orðið fyrir smiti eru vinsamlegast beðnir um að halda sig frá leikskólanum.

Zawiadomienie urz?du miasta Stykkishólmur dotycz?ce ograniczenia edukacji z powodu epidemii COVID-19.

Jak stwierdzono w mediach Minister Zdrowia postanowi? uruchomi? ?ród?a prawa dotycz?cych chorób zaka?nych które obejmuj? mi?dzy innymi ograniczenie edukacji przez cztery nast?pne tygodnie. W?adze miejskie i szkolne w Stykkishólmur pracuj? obecnie nad organizacj? zaj?? szkolnych itp.w tej niespotykanej sytuacji. Podj?to decyzj? ?e szko?a podstawowa jak i Regnbogaland b?d? zamkni?te 16 marca przez ca?y dzie? ale przedszkole b?dzie otwarte od godz.10:00.Szko?a muzyczna b?dzie otwarta ale prosi si? uczniów o przychodzenie pojedynczo na lekcje a po jej zako?czeniu natychmiast opu?ci? szko??. Prosimy ?ledzi? poczt? internetow? (email) jak równie? inne powiadomienia poniewa? informacje szybko si? zmieniaj?.

Announcement from the town of Stykkishólmur because of reduction in school activities because of the outbreak (COVID-19).

As you have seen in the media, the minister for health has decided to activate laws that allow for measures against infectious diseases to be taken. This includes among other things, the possible reduction of school activities over the next four weeks. The town and school authorities in Stykkishólmur are now working on organising the schooling, considering these unprecedented circumstances. It has been decided, if the situation remains the same on Monday morning, that the elementary school and Regnbogaland will be closed the whole day of Monday the 16th of March to give staff time to prepare and organise, but the preschool will open at 10:00. The music school will be open, but students are asked to arrive to their lessons alone and leave the school immediately after the lesson. Please pay close attention to emails and other announcements, as things change very quickly these days.

Tilkynning frá Stykkishólmsbæ vegna skerðingar á skólastarfi vegna farsóttar (COVID-19).

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald kunni að skerðast næstu fjórar vikur. Bæjar- og skólayfirvöld í Stykkishólmi vinna nú að skipulagningu skólastarfsins m.v. þessar fordæmalausu aðstæður. Ákveðið hefur verið, miðað við óbreytt ástand á mánudagsmorgun, að grunnskólinn og Regnbogaland verði lokað mánudaginn 16. mars vegna skipulagsdags allan daginn en leikskólinn mun opna kl. 10:00. Tónlistarskólinn verður opinn en nemendum bent á að koma einir í tíma og yfirgefa skólann strax að tíma loknum. Fylgist vel með tölvupóstum og öðrum tilkynningum því hlutirnir breytast hratt þessa dagana.

Viðbragðsáætlun vegna COVID-19

Við viljum vekja athygli á upplýsingasíðu Stykkishólmsbæjar vegna COVID-19 sem finna má á heimasíðu bæjarins og hægt er að tengjast beint hér og í rauðlituðum tengli hér fyrir ofan. Þar má finna nýjustu upplýsingar ásamt Viðbragðsáætlun Stykkishólmsbæjar.

Fyrirhuguðu verkfalli aflýst en lokað kl. 12 í dag.

Samningar náðust upp úr miðnætti í nótt svo fyrirhuguðu verkfalli SDS fólks hefur verið aflýst og leikskólinn opnaði í morgun eins og venjulega. Við minnum á að í dag lokum við klukkan 12 vegna hálfs skipulagsdags.

Starfið í leikskólanum ef af verkfalli SDS fólks verður

Mánudaginn 9. mars verður ½ starfsdagur í leikskólanum, leikskólinn lokar kl 12 og börnin fá ekki hádegismat hér. Ef að kemur til verkfalls BSRB, þá stendur það mánudag 9. mars og þriðjudag 10. mars. Þá verða bæði Vík og Bakki lokaðar þar sem deildarstjórar þeirra deilda eru í SDS sem er aðildarfélag innan BSRB. Á Nesi og Ási verður opið að hluta til og helmingur barnanna í einu, einungis er hægt að bjóða 4 tíma í einu fyrir hvert barn. Sendur hefur verið tölvupóstur til viðkomandi foreldra með nafnalista, skipt var eftir stafrófsröð og tekið tillit til systkina. Eldhúsið er alveg lokað en boðið verður upp á ávaxtatíma svo gott er ef börnin verða nýbúin að borða þegar þau mæta í leikskólann. Næstu verkfallsdagar eru svo fyrirhugaðir 17. og 18. mars ef ekki verður búið að semja. Vinsamlegast fylgist vel með fréttum og við komum upplýsingum frá okkur í tölvupósti þegar þær berast.