Fréttir

Nýr starfsmaður, opið hús og útskrift.

Guðrún Svana Pétursdóttir hóf störf á Ási núna í apríl. Hún leysir Kristínu Vigdísi af, en hún er komin í leyfi. Ekki alveg skemmtilegustu aðstæðurnar að hefja nýtt starf í leikskóla í miðju samkomubanni og skertu skólastarfi, en nú horfir til þess að við förum að geta verið fleiri saman og að leikskólalífið komist í eðlilegri farveg. Samkvæmt skóladagatalinu var að venju fyrirhugað opið hús í vor en því hefur verið aflýst. Það lítur ekki út fyrir annað en vorskóli og útskrift elstu barna geti farið fram skv. áætlun, en í stað þess að hafa útskrift í salnum okkar munum við flytja hana yfir í Stykkishólmskirkju þar sem nægt pláss er til að halda fjarlægð á milli fjölskyldna.

Leikskólinn lokaður í dymbilviku

Stykkishólmsbær hefur ákveðið að leikskólinn verði lokaður í dymbilviku 6., 7. og 8. apríl. Álagið hefur verið mikið síðustu þrjár vikur og þykir skynsamlegt að lengja þann tíma sem páskafríið varir með það í huga að draga úr smitleiðum í samfélaginu. Samkvæmt neyðarstigi Almannavarna eru í gangi forgangslistar fyrir fólk í framvarðarsveitum. Þeir foreldrar sem telja sig eiga rétt og þurfa að nýta forgangslistana þessa daga hafa verið beðnir um að láta vita. Á fundi Almannavarna í gær, 1. apríl, kom í ljós að samkomubann verður framlengt út apríl, líklega með sömu takmörkunum á skólahaldi og verið hefur. Meðan á því stendur, geta foreldrar áfram tekið börnin sín úr leikskólanum og fengið gjöldin niðurfelld á móti. Foreldrar eru því beðnir um að láta vita sem fyrst, ef þeir ætla að nota þennan möguleika. Við þökkum fyrir ákaflega gott samstarf á þessum vikum, óskum öllum gleðilegra páska og hvetjum alla til að fara varlega og halda sig heima við.