Fréttir

Þorrablót á bóndadaginn

Á bóndadaginn 25. janúar bjóða nemendur leikskólans þeim karlmönnum sem skipa stóran sess í lífi þeirra á ,,þorrablót?. Opið hús verður á milli kl. 15 og 16 þennan dag þar sem boðið verður upp á þorramat og leiksvæði um allt hús. Þau börn sem eru venjulega ekki í leikskólanum á þessum tíma eru auðvitað velkomin með sínum mönnum.