18.06.2021
Sumarhátíð leikskólans sem síðustu árin hefur einnig verið hjóladagur var haldin 16. júní. Þrátt fyrir svolítinn kulda tókst hún mjög vel og voru krakkarnir mjög virkir í verkefnum sínum. Myndir frá hátíðinni má sjá á myndasíðunni og tala þær sínu máli.
11.06.2021
Það voru 18 börn og örlítið færri fullorðnir sem lögðu á fjallið 26. maí s.l. í útskriftarferð elstu nemenda leikskólans. Leiðin upp á Gráukúlu var farin í smá áföngum því stoppa þurfti til að taka myndir og fá sér vatnssopa annað slagið.
10.06.2021
Hin formlega útskrift elstu nemenda leikskólans fór fram í Stykkishólmskirkju 27. maí s.l. Átján nemendur útskrifast í sumar og fluttu þau metnaðarfulla dagskrá fyrir fjölskyldur sínar í útskriftinni sem samanstóð af sönglögum og þulum.
10.06.2021
Frá 1. september 2021 verður heimilt að vera með breytilegan vistunartíma í leikskólanum með ákveðnum skilyrðum. Aðstæður hafa breyst hjá mörgum foreldrum m.a. með tilkomu styttingar vinnuvikunnar og sveigjanlegur vistunartími gæti því orðið til góðs fyrir margar fjölskyldur. Einnig verður frá 1. september hægt að sækja að nýju um tíma til kl. 16:30 að því gefnu að sóttvarnaraðgerðir verði ekki hertar á ný og að lágmark 5 nemendur séu skráðir með þann tíma.