01.11.2017
Í dag opnaði fjórða deildin við leikskólann og hefur hún fengið nafnið Bakki. Deildin er í 60 fermetra húsi á lóð leikskólans. Þar verða yngstu börn leikskólans í vetur. Strax klukkan 8 byrjuðu þar tvær stúlkur sem fluttu af Vík og kl. 9 mættu fimm börn í viðbót í aðlögun með foreldrum sínum. Von er á tveimur börnum í viðbót nú í nóvember og eftir áramótin bætist svo í hópinn þegar fleiri börn ná eins árs aldrinum. Deildarstjóri á Bakka er Bergdís Eyland Gestsdóttir og með henni þar er Sigríður Sóley Þorsteinsdóttir
01.11.2017
Jólaföndur foreldrafélagsins verður á deildum eins og hér segir:
Vík - mánudaginn 4. desember kl. 15
Ás - þriðjudaginn 5. desember kl. 15
Nes - miðvikudaginn 6. desember kl. 15
Bakki - fimmtudaginn 7. desember kl. 15
01.11.2017
Aðalfundur foreldrafélagsins var á dögunum og þá var ný stjórn kjörin. Formaður er Jóna Gréta Guðmundsdóttir, ritari er Steinunn Alva Lárusdóttir, gjaldkeri er Dóra Lind Pálmarsdóttir og meðstjórnendur eru Georg Pétur Ólafsson og Rósa Kristín Indriðadóttir. Í foreldraráði sitja Ingunn Sif Höskuldsdóttir sem er formaður og með henni í ráðinu eru Guðrún Harpa Gunnarsdóttir og Sigrún Erla Eyjólfsdóttir.
06.10.2017
Nú þegar afmælisvikan okkar er að líða viljum við minna á afmælishátíðina sem haldin verður í sal tónlistarskólans á morgun, laugardaginn 7. október og hefst dagskráin kl. 13:00. Fylgjast má með því sem er á döfinni og ýmsu öðru varðandi afmælið á facebook síðu hátíðarinnar sem heitir Leikskólinn í Stykkishólmi 60 ára og er öllum opin.
02.10.2017
Á liðnum árum og áratugum hafa fólksflutningar á milli landa og heimsálfa aukist hratt og sjaldan eða aldrei hafa eins margir í heiminum verið á faraldsfæti. Fyrir því eru fjölmargar ástæður, sumir velja að flytja sig um set til að fara í nám, gifta sig, sækja vinnu eða láta sig dreyma um betra líf fyrir börnin sín í nýju landi. Fríða Bjarney Jónsdóttir flytur erindi í tengslum við afmæli leikskólans. Hún er verkefnisstjóri fjölmenningar í leikskólum Reykjavíkur. Hún hefur unnið að málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd frá árinu 2001.