Fréttir

Dagur leikskólans 6. febrúar

Við héldum upp á Dag leikskólans 6. febrúar. Fyrir hádegi teiknuðu nemendur á Ási og Nesi myndir sem þau færðu næstu nágrönnum okkar með kærri kveðjur frá leikskólanum. Eftir hádegi voru fjölbreytt stærðfræðitengd verkefni í flæðivalinu, en Dagur stærðfræðinnar var einmitt 1. febrúar. Við lukum deginum með opinni söngstund sem margir sáu sér fært að taka þátt í með okkur.