Fréttir

Sýning á Norðurljósahátíðinni

Opnuð hefur verið sýning á myndverkum nemenda í Leikskólanum í Stykkishólmi í tengslum við menningarhátíðina Norðurljósin 2018. Sýningin hefur hlotið nafnið ,,Myndverk í gluggum" og hefur verið komið fyrir í gluggum Skipavíkur verslunar.

Kvennafrídagurinn 24. október

Miðvikudaginn 24. október er haldið upp á kvennafrídaginn og hvetja stéttarfélög konur til þess að leggja niður störf kl. 14:55. Langar okkur konur í Leikskólanum í Stykkishólmi að sýna samstöðu og leggja niður störf kl. 14:55 þennan dag. Ef þið hefðuð tök á að sækja börnin ykkar fyrr, og þá helst feðurnir, yrðum við þakklátar. Að sjálfsögðu verður leikskólinn samt sem áður opinn fyrir þá sem ekki hafa tök á því að sækja börn sín. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands um launamun kynjanna kemur fram að meðalatvinnutekjur kvenna eru 74 prósent af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 26 prósent lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9-17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er skv. því lokið kl. 14:55 og því er miðað við þá tímasetningu.

Hálfur skipulagsdagur í leikskólanum

Mánudaginn 22. október lokum við hjá okkur kl. 12:00 vegna skipulagsdags. Enginn hádegismatur er í leikskólanum þann dag.