Fréttir

Sumarhátíð og hjóladagur

Föstudaginn 14. júní var sumarhátíðin okkar og hjóladagur. Við vorum með leiki í garðinum og máluðum þau börn sem það vildu. Lögreglan kom um kl 10:30 og fór yfir hjólin og hjálmana hjá þeim sem áttu hjól og settu límmiða á hjólin. Útbúin var hjólabraut á bílastæði leikskólans og var lokað með hliðum og keilum frá kl 10:00 um morguninn og fram að hádegi. Hjólabrautin var hugsuð fyrir Ás og Nes, yngri börnin voru fyrir innan girðingu á hjólunum sínum. Ýmislegt var til skemmtunar á lóðinni auk hjólanna s.s. fótbolti, körfubolti, málningartrönur, húllahringir, fílafætur og sápukúlur. Í hádeginum voru grillaðar pylsur sem runnu vel niður. Veðrið var kyrrt og þurrt og þokkalegur hiti sem jókst svo þegar sólin lét sjá sig rétt fyrir hádegið. Góður dagur sem heppnaðist mjög vel. Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni.

Útskrift í leikskólanum

Í gær fór fram formleg útskrift í leikskólanum. Börnin undirbjuggu dagskrá til að sýna fjölskyldum sínum og hinum árgöngum leikskólans. Við völdum fjögur sönglög af þeim lögum sem sungin hafa verið í vetur og bjuggum til skuggaleikhús í kringum þau. Skipt var í fjóra hópa og allir gerðu sér sínar skuggabrúður í samræmi við texta laganna. Hóparnir höfðu því það hlutverk í sýningunni að vera annaðhvort að stjórna brúðum á bak við tjald, spila á hljóðfæri eða vera í kórnum sem stýrði söngnum, þó allir ættu að syngja með. Krökkunum fannst sérstaklega gaman að vinna með myndvarpann.

Útskriftarferð á Gráukúlu

Árgangur 2018 fór í útskriftarferð á Gráukúlu s.l. fimmtudag ásamt fjölda aðstandenda en fleiri fullorðnir en börn gengu á fjallið. Vel viðraði og fóru allir upp á eldfjallið og kíktu ofan í gíginn, sumum fannst nóg um. Við enduðum svo niðri á Hraunflöt þar sem var grillað og farið í leiki. Foreldrum og öðrum aðstandendum sem tóku þátt í ferðinni er þakkað kærlega fyrir aðstoðina. Þetta væri ekki hægt nema með þeirra aðstoð.

Opið hús í leikskólanum 10. maí 2024

Opið hús verður í leikskólanum föstudaginn 10. maí 2024 frá kl. 14:30-16:00.

Saga um loftstein

Daglega koma gullkorn og sögur frá nemendum okkar og hér kemur ein í tilefni dags leikskólans í gær. Birt með leyfi höfundar og foreldra.

Dagur leikskólans 6. febrúar 2024

Í tilefni af degi leikskólans 6. febrúar 2024, Sigrún leikskólastjóri skrifar: