Fréttir

Opið hús í leikskólanum

Föstudaginn 28. apríl bjóða nemendur leikskólans foreldrum sínum og öðrum aðstandendum á opið hús þar sem gefst tækifæri til að kynnast betur leikskólastarfinu og eiga góða stund saman. Opið verður frá kl. 14-16 en kl. 15-16 á Bakka.

Laus staða við ræstingar

Laus er staða við ræstingar í Leikskólanum í Stykkishólmi frá 8. ágúst 2023. Vinnutími er frá kl. 12:30 – 17:00. Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur Elísabet Lára Björgvinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 4338128 og á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2023. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Stykkishólms-íbúagátt.