23.12.2021
Bestu jólakveðjur frá nemendum og starfsfólki Leikskólans í Stykkishólmi
14.10.2021
Skipulagsdagur með leikskólum á Snæfellsnesi
14.10.2021
Á morgun er bleikur dagur í leikskólanum.
01.10.2021
Aðalfundur Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi var haldinn fimmtudaginn 30. september. Kjörin var ný stjórn en síðasta stjórn hafði þá setið í tvö ár. Í nýrri stjórn sitja:
28.09.2021
Síðastliðinn sunnudag, 26. september, hélt Hjalti Hrafn Hafþórsson fyrirlestur í ljósmyndasal Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi undir yfirskriftinn útivist með börnum og góð áhrif nátttúrunnar í leik og starfi. Fyrirlesturinn var haldinn sem liður í dagskrá Heilsudaga í Hólminum og var hann tekinn upp og gerður aðgengilegur á YouTuberás Stykkishólmsbæjar.
10.08.2021
Við minnum á að leikskólinn er lokaður mánudaginn 16. ágúst vegna skipulags- og námskeiðsdags. Við opnum svo aftur á öllum deildum þriðjudaginn 17. ágúst og aðlaganir hefjast. Þetta haustið eigum við von á nýjum nemendum á allar deildir og bjóðum við þau og fjölskyldur þeirra velkomin í leikskólann.
10.08.2021
Í dag er verið að steypa sökkulinn á nýju viðbyggingunni í leikskólanum og eru vægast sagt mjög áhugasamir áhorfendur á svæðinu. Þetta verður spennandi dagur.
18.06.2021
Sumarhátíð leikskólans sem síðustu árin hefur einnig verið hjóladagur var haldin 16. júní. Þrátt fyrir svolítinn kulda tókst hún mjög vel og voru krakkarnir mjög virkir í verkefnum sínum. Myndir frá hátíðinni má sjá á myndasíðunni og tala þær sínu máli.
11.06.2021
Það voru 18 börn og örlítið færri fullorðnir sem lögðu á fjallið 26. maí s.l. í útskriftarferð elstu nemenda leikskólans. Leiðin upp á Gráukúlu var farin í smá áföngum því stoppa þurfti til að taka myndir og fá sér vatnssopa annað slagið.
10.06.2021
Hin formlega útskrift elstu nemenda leikskólans fór fram í Stykkishólmskirkju 27. maí s.l. Átján nemendur útskrifast í sumar og fluttu þau metnaðarfulla dagskrá fyrir fjölskyldur sínar í útskriftinni sem samanstóð af sönglögum og þulum.