Fréttir

Útskriftarnemendur með gjöf til leikskólans

Í morgun komu fulltrúar útskriftarnemenda leikskólans ásamt mæðrum sínum með gjafir til bæði starfsmanna og nemenda. Tilefnið var að þessa dagana eru þau að kveðja leikskólann sinn og færast yfir á næsta skólastig. Þau komu með dýrindis kökur á kaffistofuna og færðu starfsmönnunum nuddtæki sem strax var tekið í notkun og börnunum segulkubba. Starfsfólk leikskólans vill þakka foreldrum og forráðamönnum elstu nemenda okkar innilega fyrir þessa hugulsemi og góða hugsun í okkar garð og þökkum fyrir samstarfið og samveru síðustu árin.

Vinnudagur á leikskólalóðinni - myndir

Vaskur hópur foreldra og starfsmanna með Siggu Lóu í verkstjórn og Jón Beck aðalreddara réðst í ýmis verkefni á leikskólalóðinni síðdegis í gær, miðvikudaginn 19. júní. Hafist var handa kl. 17 og endað í grilli tveimur tímum síðar. Á meðal verkefna dagsins var þessi pallur við útieldhúsið okkar sem sést hér á meðfylgjandi mynd, en strax í morgun voru börnin komin þar í leik. Þetta var reglulega skemmtilegt og gaman að sjá hvað allir demdu sér í verkin af miklu frumkvæði og fundu góðar lausnir. Myndir eru komnar inn á heimasíðuna.

Sumarhátíð og hjóladagur

Blíðskaparveður var þegar nemendur og starfsmenn leikskólans gerðu sér glaðan dag og héldu sumarhátíð og hjóladag. Lóðin var skreytt og ýmiskonar verkefni í boði út um alla lóð, sápukúlur, fótbolti, boltakast, krítar, andlitsmálning og flaggað var í tilefni dagsins.

Viltu vinna í Leikskólanum í Stykkishólmi

Lausar eru til umsóknar stöður leikskólakennara við Leikskólann í Stykkishólmi frá 12. ágúst 2019. Gerð er krafa um: Leikskólakennaramenntun Góða tölvu- og íslensku kunnáttu Færni í samskiptum Metnað fyrir leikskólakennslu