Fréttir

Hjóladagur á sumarhátíðinni

Sumarhátíðin tókst vel í morgun. Nú var bryddað upp á þeirri nýbreitni að hafa hjóladag samhliða sumarhátíðinni. Við fengum hjálp frá Royal Rangers skátum frá Bandaríkjunum við að aðstoða börnin með hjólin og einnig var hægt að mála úti við trönur, blása sápukúlur, kríta og fleira. Vð fengum svo fjóra lögreglumenn á tveimur lögreglubílum í heimsókn. Þau skoðuðu hjólin og hjálmana og gáfu öllum viðurkenningarlímmiða frá lögreglunni. Að sjálfsögðu vorum við svo kvödd með sírenum og bláum blikkandi ljósum. Í hádeginu voru grillaðar pylsur. Góður dagur þó vissulega hefði mátt vera aðeins sumarlegra. Myndir eru komnar inn á myndasíðuna og fleiri eiga eftir að bætast við.

Opið hús í leikskólanum

Í dag, föstudaginn 27. apríl er opið hús í leikskólanum frá kl. 14 til 16 en hjá yngstu börnunum á Bakka verður opið á milli kl. 15 og 16. Allir velkomnir.

Upplestur í leikskólanum

Í tengslum við Júlíönu hátíð sögu og bóka sem haldin var í Stykkishólmi um s.l. helgi kom Jóhanna Gunnþóra og las bók sína Lofthrædda fjallageitin fyrir tvo elstu árganga leikskólans. Þetta er fyrsta bók hennar og ekki var annað að sjá en hún félli börnunum vel í geð. Á myndinni má sjá Jóhönnu lesa fyrir nemendur úr árgangi 2013.

Dagur leikskólans - skólanámsskrá útgefin

Á degi leikskólans kemur á vefinn ný og endurbætt skólanámsskrá leikskólans í Stykkishólmi og afmælisrit í tilefni 60 ár afmæli leikskólans.