Fréttir

Breytilegur vistunartími í leikskólanum

Frá 1. september 2021 verður heimilt að vera með breytilegan vistunartíma í leikskólanum með ákveðnum skilyrðum. Aðstæður hafa breyst hjá mörgum foreldrum m.a. með tilkomu styttingar vinnuvikunnar og sveigjanlegur vistunartími gæti því orðið til góðs fyrir margar fjölskyldur. Einnig verður frá 1. september hægt að sækja að nýju um tíma til kl. 16:30 að því gefnu að sóttvarnaraðgerðir verði ekki hertar á ný og að lágmark 5 nemendur séu skráðir með þann tíma.

Laus störf í leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara eina frá 1. apríl og aðra frá 1. júní 2021. Einnig kemur til greina afleysingarstaða í sumar.

Snjókarladagur

Snjórinn sem féll í miklu magni til jarðar hér í gær var vel nýttur í dag. Hópur fór að venju í skóginn og naut þess að vera í gjörbreyttu landslagi þar að leik og á leikskólalóðinni urðu til tröllvaxnir snjókarlar sem eftir var tekið.

Skipulagsdagur 8. febrúar

Á skipulagsdeginu 8. febrúar var bæði unnið að innra mati leikskólans og farið í skyndihjálp.

Þorrablót í leikskólanum

Í dag er bóndadagur og eins og löng hefð er fyrir í leikskólanum er haldið þorrablót þann dag. Eins og með allt annað þessa dagana þá varð að sníða blótið eftir aðstæðum og því engum utanaðkomandi boðið á blótið þetta árið. Blótið var mjög vel heppnað en dagana á undan voru börnin búin að útbúa þorrahatta og eldri deildir búnar að æfa skemmtiatriði.