Fréttir

Öskudags grín og glens

Mikið líf og fjör hefur verið í leikskólanum í dag og mikil spenna fyrir öskudeginum. Börnin fóru í búningana sína og slógu ,,köttinn" úr tunnunni og mátti sjá allt frá ostasalati og mysingi til ninja, dreka og prinsessa af ýmsu tagi í salnum.

Ný heimasíða

Ný heimasíða Leikskólans í Stykkishólmi hefur nú verið opnuð í samræmi við aðrar síður stofnana og skóla bæjarins. Vonum við að síðan megi nýtast vel til upplýsingamiðlunar fyrir notendur hennar. Myndir frá deildum eru nú undir einu myndasafni en ekki þremur eins og áður.

Saga um smá ferðalag

Kanínuhópur setti niður þessa ferðasögu eftir vettvangsferð 30. janúar 2017. Í hópnum eru Arnar, Björgvin, Guðmundur Leó, Hákon Rúnar, María Bryndís, Norbert Krystian, Ylfa Elísabet, Viktoría Rós og Þórir Már. Þau eru öll 5 ára nema einn sem er orðinn 6 ára

Hátíðarhöld í leikskólanum

Þann 11. nóvember var þjóðhátíðardagur Póllands haldinn hátíðlegur í leikskólanum. Rauðir og hvítir litir voru áberandi litir þennan dag þ.e. pólsku fánalitirnir.

Litlu jólin og helgileikurinn

Litlu jólin voru haldin í leikskólanum föstudaginn 16. desember. Þau hófust á hinum hefðbundna helgileik elstu nemendanna, en löng hefð er fyrir honum hér í leikskólanum og búningarnir komnir vel til ára sinna.

Jólakveðja

Jólakveðja frá Leikskólanum