12.01.2022
Virðing ? gleði ? kærleikur
Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara frá 1. mars 2022.
Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum.
Allar nánari upplýsingar gefa Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri og Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is og í síma 4338128 og 8664535.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á vef bæjarins www.stykkisholmur.is
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2022. Öllum umsóknum verður svarað.
03.01.2022
Ekki var annað að sjá en börnin í Leikskólanum í Stykkishólmi væri fegin því að mæta aftur í leikskóla eftir jólafríið. Leikskólinn opnaði á ný eftir jólafrí nú í morgun. Endurbætur á húsnæði leikskólans eru langt komnar en gert er ráð fyrir að viðbyggingin verði tilbúin í lok febrúar. Einnig hefur risið nýr geymsluskúr á lóð leikskólans þar sem útileikföng og ýmis áhöld eru geymd. Hæðin á skúrnum hefur vakið mikla lukku á meðal barnana sem jafnan tala um blokkina, eru þar með orðnar tvær blokkir í Stykkishólmi.
23.12.2021
Bestu jólakveðjur frá nemendum og starfsfólki Leikskólans í Stykkishólmi
14.10.2021
Skipulagsdagur með leikskólum á Snæfellsnesi
14.10.2021
Á morgun er bleikur dagur í leikskólanum.
01.10.2021
Aðalfundur Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi var haldinn fimmtudaginn 30. september. Kjörin var ný stjórn en síðasta stjórn hafði þá setið í tvö ár. Í nýrri stjórn sitja:
28.09.2021
Síðastliðinn sunnudag, 26. september, hélt Hjalti Hrafn Hafþórsson fyrirlestur í ljósmyndasal Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi undir yfirskriftinn útivist með börnum og góð áhrif nátttúrunnar í leik og starfi. Fyrirlesturinn var haldinn sem liður í dagskrá Heilsudaga í Hólminum og var hann tekinn upp og gerður aðgengilegur á YouTuberás Stykkishólmsbæjar.
10.08.2021
Við minnum á að leikskólinn er lokaður mánudaginn 16. ágúst vegna skipulags- og námskeiðsdags. Við opnum svo aftur á öllum deildum þriðjudaginn 17. ágúst og aðlaganir hefjast. Þetta haustið eigum við von á nýjum nemendum á allar deildir og bjóðum við þau og fjölskyldur þeirra velkomin í leikskólann.
10.08.2021
Í dag er verið að steypa sökkulinn á nýju viðbyggingunni í leikskólanum og eru vægast sagt mjög áhugasamir áhorfendur á svæðinu. Þetta verður spennandi dagur.
18.06.2021
Sumarhátíð leikskólans sem síðustu árin hefur einnig verið hjóladagur var haldin 16. júní. Þrátt fyrir svolítinn kulda tókst hún mjög vel og voru krakkarnir mjög virkir í verkefnum sínum. Myndir frá hátíðinni má sjá á myndasíðunni og tala þær sínu máli.