11.06.2021
Það voru 18 börn og örlítið færri fullorðnir sem lögðu á fjallið 26. maí s.l. í útskriftarferð elstu nemenda leikskólans. Leiðin upp á Gráukúlu var farin í smá áföngum því stoppa þurfti til að taka myndir og fá sér vatnssopa annað slagið.
10.06.2021
Hin formlega útskrift elstu nemenda leikskólans fór fram í Stykkishólmskirkju 27. maí s.l. Átján nemendur útskrifast í sumar og fluttu þau metnaðarfulla dagskrá fyrir fjölskyldur sínar í útskriftinni sem samanstóð af sönglögum og þulum.
10.06.2021
Frá 1. september 2021 verður heimilt að vera með breytilegan vistunartíma í leikskólanum með ákveðnum skilyrðum. Aðstæður hafa breyst hjá mörgum foreldrum m.a. með tilkomu styttingar vinnuvikunnar og sveigjanlegur vistunartími gæti því orðið til góðs fyrir margar fjölskyldur. Einnig verður frá 1. september hægt að sækja að nýju um tíma til kl. 16:30 að því gefnu að sóttvarnaraðgerðir verði ekki hertar á ný og að lágmark 5 nemendur séu skráðir með þann tíma.
19.02.2021
Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara eina frá 1. apríl og aðra frá 1. júní 2021. Einnig kemur til greina afleysingarstaða í sumar.
11.02.2021
Snjórinn sem féll í miklu magni til jarðar hér í gær var vel nýttur í dag. Hópur fór að venju í skóginn og naut þess að vera í gjörbreyttu landslagi þar að leik og á leikskólalóðinni urðu til tröllvaxnir snjókarlar sem eftir var tekið.
11.02.2021
Á skipulagsdeginu 8. febrúar var bæði unnið að innra mati leikskólans og farið í skyndihjálp.
22.01.2021
Í dag er bóndadagur og eins og löng hefð er fyrir í leikskólanum er haldið þorrablót þann dag. Eins og með allt annað þessa dagana þá varð að sníða blótið eftir aðstæðum og því engum utanaðkomandi boðið á blótið þetta árið. Blótið var mjög vel heppnað en dagana á undan voru börnin búin að útbúa þorrahatta og eldri deildir búnar að æfa skemmtiatriði.
22.12.2020
Gleðilega jólahátíð.
Litlu jólin og helgileikurinn tókust mjög vel og sem betur fer gátum við streymt beint til forelda elstu barnanna helgileiknum.
Við fengum einn jólasvein í heimsókn og gættum ýtrustu sóttvarna og var sveinki með grímu undir öllu skegginu :)
Vík og Bakki héldu sín litlu jól alveg sér og fengu líka jólasvein í heimsókn en sá sveinn kom innan úr húsi.
23.11.2020
Stykkishólmsbær vill skapa fjölskylduvænna samfélag með frekari tækifærum til jákvæðrar samveru foreldra og barna yfir jólahátíðina sem og starfsfólks leikskólans með fjölskyldum sínum. Því vill Stykkishólmsbær bjóða foreldrum leikskólabarna afslátt af leikskólagjöldum í desember.
Afslátturinn felst í því að lækka gjöldin sem nemur þremur dögum 28.-30. desember fyrir þá sem ekki nýta sína dvalartíma. Leikskólinn verður því opinn með lágmarksstarfsemi.
03.11.2020
Lesið fyrir nemendur sem eru með pólsku sem móðurmál