Fréttir

Leikskólastarf hafið á ný

Starfsemi leikskólans í Stykkishólmi hófst á ný eftir sumarfrí mánudaginn 10. ágúst. Ekki var annað að sjá en börnin væru ánægð með að mæta aftur í leikskólann eftir mánaðarfjarveru.

Ellefta ferðin á eldfjallið

Þetta byrjaði allt með eldgosinu í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum síðan. Eiginlega vorum við alveg viss um að gosið hafi hafist vegna þess að við sungum svo kröftuglega þennan veturinn lagið Eldinn úr tónverkinu Þúsaldarljóð eftir þá bræður Sveinbjörn I. og Tryggva M. Baldvinssyni.

Svipmyndir úr útikennslu

Í morgunhúmi í janúar staulast röð af börnum í gulum vestum með kennurunum sínum í gegnum skaflanna á leið frá leikskólanum og upp í Nýrækt, eða í skóginn eins og þau orða það. Sum ganga á hlið eða afturábak, ? með rassinn út í vindinn?, til að skýla andlitinu fyrir skafrenningnum, en þó eru öll glöð og brosandi. Maður lætur ekki veðrið á sig fá þegar maður er á leiðinni í ævintýri.

Lausar stöður-umsóknarfrestur til 12. júní 2020

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá og með 10. ágúst 2020 Um er að ræða þrjár 100% stöður leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu.

Útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi

Það er stór stund bæði fyrir foreldra og nemendur þegar einu skólastigi líkur og spennublandin tilhlökkun fyrir því sem tekur við í nýjum skóla. Á dögunum fór fram formleg útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi. Vegna samkomubanns og tilmæla um að halda fjarlægð var útskriftin að þessu sinni í Stykkishólmskirkju þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja.

Lausar stöður við Leikskólann í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá og með 10. ágúst 2020 Um er að ræða þrjár 100% stöður leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslenskukunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum.

Nýr starfsmaður, opið hús og útskrift.

Guðrún Svana Pétursdóttir hóf störf á Ási núna í apríl. Hún leysir Kristínu Vigdísi af, en hún er komin í leyfi. Ekki alveg skemmtilegustu aðstæðurnar að hefja nýtt starf í leikskóla í miðju samkomubanni og skertu skólastarfi, en nú horfir til þess að við förum að geta verið fleiri saman og að leikskólalífið komist í eðlilegri farveg. Samkvæmt skóladagatalinu var að venju fyrirhugað opið hús í vor en því hefur verið aflýst. Það lítur ekki út fyrir annað en vorskóli og útskrift elstu barna geti farið fram skv. áætlun, en í stað þess að hafa útskrift í salnum okkar munum við flytja hana yfir í Stykkishólmskirkju þar sem nægt pláss er til að halda fjarlægð á milli fjölskyldna.

Leikskólinn lokaður í dymbilviku

Stykkishólmsbær hefur ákveðið að leikskólinn verði lokaður í dymbilviku 6., 7. og 8. apríl. Álagið hefur verið mikið síðustu þrjár vikur og þykir skynsamlegt að lengja þann tíma sem páskafríið varir með það í huga að draga úr smitleiðum í samfélaginu. Samkvæmt neyðarstigi Almannavarna eru í gangi forgangslistar fyrir fólk í framvarðarsveitum. Þeir foreldrar sem telja sig eiga rétt og þurfa að nýta forgangslistana þessa daga hafa verið beðnir um að láta vita. Á fundi Almannavarna í gær, 1. apríl, kom í ljós að samkomubann verður framlengt út apríl, líklega með sömu takmörkunum á skólahaldi og verið hefur. Meðan á því stendur, geta foreldrar áfram tekið börnin sín úr leikskólanum og fengið gjöldin niðurfelld á móti. Foreldrar eru því beðnir um að láta vita sem fyrst, ef þeir ætla að nota þennan möguleika. Við þökkum fyrir ákaflega gott samstarf á þessum vikum, óskum öllum gleðilegra páska og hvetjum alla til að fara varlega og halda sig heima við.

Í útikennslu á óvissutímum

Á þessum undarlegu tímum sem við nú upplifum hefur aldeilis komið sér vel sú ákvörðun leikskólans að hefja útikennslu og nýta þannig svæðið okkar og mannauðinn í leikskólanum. Þarna höfum við auka kennslustofa sem tveir elstu árgangar leikskólans nýta sér í smáum hópum, hver hópur einn dag í viku. Í maí síðast liðnum hófust tilraunir með þessa kennslu sem hefur verið í sífelldri þróun síðan. Þessi mynd var tekin í hádeginu í dag þegar börnin fengu matarsendinguna sína, sjóðheita íslenska kjötsúpu og svo er auðvitað vel við hæfi að fá sér heitt kakó líka. Það er skemmst frá því að segja að börnin kunna vel að meta skógarferðirnar og þá dásemdar upplifanir sem Nýræktin okkar hefur upp á að bjóða.

Skertur aðgangur að leikskólanum - áríðandi !

Leikskólinn vekur athygli á eftirfarandi: Allar heimsóknir og koma annarra en starfsmanna, foreldra/aðstandenda sem koma með og sækja börnin eru bannaðar og fleiri hömlur þar á sem foreldrar hafa fengið leiðbeiningar með. Þeir sem eiga brýnt erindi við leikskólann, s.s. þeir sem koma með aðföng, komi ekki lengra en inn í ganginn starfsmannamegin og láti vita af sér þar. Ef erindið er ekki býnt, bendum við á tölvupóstinn leikskoli@stykkisholmur.is eða símann 433-8128. Þeir sem hafa grun um að hafa orðið fyrir smiti eru vinsamlegast beðnir um að halda sig frá leikskólanum.